Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1372  —  700. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um kostnað undirstofnana vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í undirstofnunum sem heyra undir ráðherra? Svar óskast sundurliðað fyrir hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Útgjöld stofnana sem heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna leyfisgjalda til Microsoft eftir tegundum leyfa undanfarin fimm ár, 2014–2018, má sjá í eftirfarandi töflu. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.

Microsoft – samtals 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Einkaleyfastofan 3.217.086 3.083.968 2.933.566 3.177.293 3.341.910 15.753.823
Ferðamálastofa 349.401 360.536 318.886 262.123 0 1.290.946
Neytendastofa 0 1.166.772 838.845 866.745 1.105.532 3.977.894
Nýsköpunarmiðstöð 4.129.261 4.651.842 3.198.366 3.573.990 4.556.420 20.109.879
Orkustofnun 2.738.631 2.753.465 2.493.670 2.067.681 2.286.159 12.339.606
Samkeppniseftirlitið 2.562.218 2.370.302 2.218.810 2.076.265 2.272.344 11.499.939
Samtals: 12.996.597 14.386.885 12.002.143 12.024.097 13.562.365 64.972.087
Windows-stýrikerfi 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Einkaleyfastofan 385.191 34.138 306.328 898.488 710.328 2.334.473
Ferðamálastofa 0 0 0 0 0 0
Neytendastofa 0 323.498 233.548 241.265 341.484 1.139.795
Nýsköpunarmiðstöð 711.901 676.145 663.338 714.248 826.340 3.591.972
Orkustofnun 568.511 648.788 589.030 484.697 566.497 2.857.523
Samkeppniseftirlitið 204.089 190.810 173.588 165.068 196.408 929.963
Samtals: 1.869.692 1.873.379 1.965.832 2.503.766 2.641.057 10.853.726
Microsoft Office 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Einkaleyfastofan 751.143 746.838 852.980 806.138 838.432 3.995.531
Ferðamálastofa 349.401 360.536 318.886 262.123 0 1.290.946
Neytendastofa 0 565.475 402.072 402.213 482.785 1.852.545
Nýsköpunarmiðstöð 2.785.442 3.335.145 2.207.290 2.507.740 2.901.307 13.736.924
Orkustofnun 717.156 854.336 775.663 638.237 693.054 3.678.446
Samkeppniseftirlitið 555.092 517.866 471.126 357.115 460.612 2.361.811
Samtals: 5.158.234 6.380.196 5.028.017 4.973.566 5.376.190 26.916.203
Microsoft annað 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Einkaleyfastofan 2.080.752 2.302.992 1.774.258 1.472.667 1.793.150 9.423.819
Ferðamálastofa 0 0 0 0 0 0
Neytendastofa 0 277.799 203.225 223.267 281.263 985.554
Nýsköpunarmiðstöð 631.918 640.552 327.738 352.002 828.773 2.780.983
Orkustofnun 1.452.964 1.250.341 1.128.977 944.747 1.026.608 5.803.637
Samkeppniseftirlitið 1.803.037 1.661.626 1.574.096 1.554.082 1.615.324 8.208.165
Samtals: 5.968.671 6.133.310 5.008.294 4.546.765 5.545.118 27.202.158

    Athygli er vakin á því að á fyrri hluta þess tímabils sem spurt er um voru leyfin almennt keypt með nýjum tölvum og ekki sama áhersla lögð á að vera með nýjustu uppfærslur. Þannig var sami hugbúnaður notaður aftur þegar vélbúnaður var uppfærður og skýrir það að kostnaðurinn er sum árin 0 kr.