Ferill 699. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1373  —  699. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um kostnað ráðuneytisins og undirstofnana vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum sem heyra undir ráðherra? Svar óskast sundurliðað fyrir ráðuneytið og hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Útgjöld atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og stofnana sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna leyfisgjalda til Microsoft eftir tegundum leyfa undanfarin fimm ár, 2014 til 2018, eru samkvæmt neðangreindri töflu. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.

Microsoft, samtals 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Atvinnuvega- og nýsköpunarrn. 0 0 18.096 2.726.543 2.538.667 5.283.306
Fiskistofa 0 0 876.735 2.261.780 4.120.294 7.258.809
Hafrannsóknastofnun 0 0 0 2.746.067 5.772.350 8.518.417
Matvælastofnun 1.951.958 2.189.355 3.158.509 2.757.703 2.930.080 12.987.605
Samtals: 1.951.958 2.189.355 4.053.340 10.492.093 15.361.391 34.048.137
Windows-stýrikerfi 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Atvinnuvega- og nýsköpunarrn. 0 0 0 0 0 0
Fiskistofa 0 0 583.726 83.752 0 667.477
Hafrannsóknastofnun 0 0 0 0 0 0
Matvælastofnun 0 0 0 0 0 0
Samtals: 0 0 583.726 83.752 0 667.477
Microsoft Office 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Atvinnuvega- og nýsköpunarrn. 0 0 18.096 2.726.543 2.538.667 5.283.306
Fiskistofa 0 0 106.854 1.895.125 3.627.304 5.629.283
Hafrannsóknastofnun 0 0 0 2.746.067 5.772.350 8.518.417
Matvælastofnun 1.710.829 1.900.000 2.783.606 2.126.154 2.298.531 10.819.120
Samtals: 1.710.829 1.900.000 2.908.556 9.493.889 14.236.852 30.250.126
Microsoft, annað 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals:
Atvinnuvega- og nýsköpunarrn. 0 0 0 0 0 0
Fiskistofa 0 0 186.155 282.903 492.990 962.048
Hafrannsóknastofnun 0 0 0 0 0 0
Matvælastofnun 241.129 289.355 374.903 631.549 631.549 2.168.485
Samtals: 241.129 289.355 561.058 914.452 1.124.539 3.130.533

    Athygli er vakin á því að á fyrri hluta þess tímabils sem spurt er um voru leyfin almennt keypt með nýjum tölvum og ekki sama áhersla lögð á að vera með nýjustu uppfærslur. Þannig var sami hugbúnaður notaður aftur þegar vélbúnaður var uppfærður og skýrir það að kostnaður er enginn sum ár.