Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1388  —  864. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um notkun hegðunarlyfja.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var fjöldi ávísana á tauga- og geðlyf (hegðunarlyf) til drengja á grunnskólaaldri á árunum 2000–2018, hve margir drengir á þessu aldursbili fengu ávísanir á slík lyf og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda drengja á grunnskólaaldri á árabilinu, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver var fjöldi ávísana á tauga- og geðlyf (hegðunarlyf) til stúlkna á grunnskólaaldri á árunum 2000–2018, hve margar stúlkur á þessu aldursbili fengu ávísanir á slík lyf og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda stúlkna á grunnskólaaldri á árabilinu, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.