Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1389  —  865. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um læsi drengja og stúlkna við lok grunnskólagöngu.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu margir drengir voru árlega metnir svo að þeir gætu ekki lesið sér til gagns við lok skólagöngu þeirra í grunnskóla á árabilinu 2000–2018 og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda drengja sem luku grunnskóla á því árabili?
     2.      Hversu margir stúlkur voru árlega metnar svo að þær gætu ekki lesið sér til gagns við lok skólagöngu þeirra í grunnskóla á árabilinu 2000–2018 og hvert var árlegt hlutfall þeirra af heildarfjölda stúlkna sem luku grunnskóla á framangreindu árabili?


Skriflegt svar óskast.