Ferill 866. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1390  —  866. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu margir foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hafa notið foreldragreiðslna á gildistíma laga nr. 22/2006?
     2.      Hversu margir foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fengu desemberuppbót árin 2017 og 2018? Hver var kostnaður ríkisins vegna desemberuppbótar til þessa hóps?
     3.      Telur ráðherra annmarka á að lögfesta desemberuppbót til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna í stað þess að ákveða hana með reglugerð eins og gert var á síðustu tveimur árum?
     4.      Hver yrði kostnaðurinn við að námsmenn í hópi foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fengju að stunda nám í eins miklum mæli og þeir treysta sér og þiggja foreldragreiðslur í stað þess að njóta ekki foreldragreiðslna nema gera hlé á námi sínu?
     5.      Hversu margir foreldrar sem þiggja foreldragreiðslur hafa gert hlé á námi sínu ár hvert frá því að framangreind lög tóku gildi?


Skriflegt svar óskast.