Ferill 867. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1391  —  867. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða rök standa til þess að foreldragreiðslur samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006, eru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007?
     2.      Hver yrði árlegur kostnaður ríkissjóðs ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti?


Skriflegt svar óskast.