Ferill 747. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1395  —  747. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um barnahjónabönd og endurskoðun hjúskaparlaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað líður endurskoðun á undanþágu frá skilyrðum um aldur hjónaefna, sbr. 7. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, sem dómsmálaráðherra boðaði í svari við fyrirspurn um barnahjónabönd á 148. löggjafarþingi (þskj. 987, 402. mál)?

    Endurskoðun hjúskaparlaga, nr. 31/1993, er í vinnslu í ráðuneytinu og er fyrirhugað að leggja fram frumvarp til breytinga á hjúskaparlögum á næsta þingi.