Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1403  —  393. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um þungunarrof.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (HallM, ÓGunn, AIJ, GBr, HSK, VilÁ).


     1.      Orðin „í samræmi við ákvæði laganna“ í 1. mgr. 1. gr. falli brott.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Kona, sem óskar þess, á rétt á að fá þungun sína rofna fram að lokum 22. viku þungunar.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Skorist heilbrigðisstarfsmaður undan framkvæmd þungunarrofs á grundvelli 14. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, skal tryggt að kona njóti réttinda skv. 1. mgr.
     3.      Við 1. málsl. 7. gr. bætist: eða sérfræðings í almennum skurðlækningum með reynslu og þjálfun í tæmingu á legi.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Áður en þungun er rofin skal kona eiga kost á fræðslu og ráðgjöf læknis, hjúkrunarfræðings, ljósmóður og félagsráðgjafa, eftir því sem þörf krefur. Þá skal veita konu upplýsingar um áhættu samfara aðgerðinni, sbr. 5. gr. laga um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, frá þeim lækni sem framkvæmir aðgerðina eða lækni með sérhæfingu á sviði þungunarrofs. Eftir þungunarrof skal kona eiga kost á stuðningsviðtali.
                  b.      2. mgr. falli brott.
     5.      Í stað orðanna „1. febrúar 2019“ í 12. gr. komi: 1. september 2019.
     6.      Við 13. gr.
                  a.      Orðin „og ófrjósemisaðgerðir“ í inngangsmálslið falli brott.
                  b.      J-liður orðist svo: Heiti laganna verður: Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir.