Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1441, 149. löggjafarþing 414. mál: staðfesting ríkisreiknings 2017.
Lög nr. 40 16. maí 2019.

Lög um staðfestingu ríkisreiknings 2017.


1. gr.

Staðfesting stofnefnahagsreiknings.
     Með lögum þessum er stofnefnahagsreikningur A-hluta ríkissjóðs 1. janúar 2017 staðfestur.
     Í staðfestingunni felst meðal annars heimild til innfærslu áfallinna orlofsskuldbindinga í ársbyrjun 2017, heimild til að bæta stofnunum upp áhrif orlofsskuldbindinganna á eigið fé, heimild til eignfærslu varanlegra rekstrarfjármuna samkvæmt mati í ársbyrjun 2017 og heimild til að færa upp eignarhluti félaga samkvæmt hlutdeildaraðferð.

2. gr.

Staðfesting ríkisreiknings.
     Með lögum þessum staðfestist ríkisreikningur fyrir árið 2017, sbr. 58. gr. laga um opinber fjármál.
     Í staðfestingunni felst m.a. 13,4 ma.kr. tekjufærsla á móti afskriftum ársins 2017, 2,3 ma.kr. flutningur milli rekstrarframlags og fjárfestingarframlags vegna eignfærslu fjárfestinga og 10 ma.kr. færsla óráðstafaðra heimilda til fjárfestinga á efnahagsreikning.

3. gr.

Breytingar vegna rekstrarafgangs og umframgjalda.
     Staðfest er niðurfelling á samtals 47,7 ma.kr. gjöldum umfram fjárheimildir sem skiptist í niðurfellingu á 20,4 ma.kr. afgangsheimildum og 68,1 ma.kr. umframgjöldum í árslok 2017, sbr. 3. og 4. mgr. 30. gr. laga um opinber fjármál.

4. gr.

Heimild til flutnings fjárheimilda milli ára.
     Ráðherra er heimilað að flytja samtals 17,7 ma.kr. fjárheimildir, sem skiptast í 7,3 ma.kr. gjöld umfram heimildir og 25,0 ma.kr. óráðstafaðar fjárheimildir í árslok 2017, yfir á árið 2018, sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. laga um opinber fjármál.

5. gr.

Gildistaka.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 2019.