Ferill 879. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1448  —  879. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þjónustusamninga við rekstraraðila dagdvalarrýma.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvernig standa nú viðræður um þjónustusamninga á milli Sjúkratrygginga Íslands og rekstraraðila dagdvalarrýma sem hafa verið í biðstöðu frá því í mars 2018?
     2.      Hyggst ráðherra greiða fyrir samningaviðræðunum með því að veita viðbótarfjármagn til verkefnisins svo hægt sé að tryggja samræmi á milli fjármögnunar og þeirra krafna sem gerðar eru til þjónustunnar? Ef ekki, telur ráðherra koma til greina að minnka heildarfjölda rýma eða draga að öðru leyti úr kröfum til þjónustunnar?


Skriflegt svar óskast.