Ferill 417. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1461  —  417. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Á eftir orðunum „skipulagðrar starfsemi“ í 1. gr. komi: eða starfsemi í tengslum við hana.
     2.      2. gr. orðist svo:
                  Markmið laga þessara er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
     3.      2. málsl. 1. mgr. 4. gr. falli brott.
     4.      Á eftir 3. tölul. 2. mgr. 5. gr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Veita ráðgjöf til þeirra sem taka þátt í starfsemi félaga og samtaka sem falla undir lög þessi um fyrirbyggjandi aðgerðir.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðsins „forráðamanns“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: forsjáraðila.
                  b.      Á eftir orðinu „atvika“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: eða misgerða.
                  c.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í þeim tilvikum ber samskiptaráðgjafanum skylda til að koma upplýsingum um atvik eða misgerðir á framfæri við þar til bær yfirvöld.
     6.      1. mgr. 8. gr. orðist svo:
                  Ráðherra skal með reglugerð setja nánari reglur um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, m.a. um kynningarstarf, útgáfumál, starfshætti og starfsskilyrði samskiptaráðgjafa, svo sem starfshlutfall og staðsetningu.
     7.      9. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 2019. Ákvæði til bráðabirgða I tekur þó þegar gildi.
                  Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á íþróttalögum, nr. 64/1998: Á eftir 15. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
                  Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum sem falla undir lög þessi og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í íþróttastarfi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs.
                  Yfirmenn þeirra aðila sem falla undir lög þessi og sinna íþróttastarfi eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur sem sótt hefur um starf við að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri hefur hlotið dóm vegna brota sem 1. mgr. tekur til, að fengnu samþykki hans. Á þetta einnig við um þann einstakling sem hyggst taka að sér sjálfboðaliðastarf.
     8.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Eftir 1. janúar 2024 skulu lög þessi endurskoðuð og getur ráðherra þá lagt niður starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs að fenginni umsögn hagsmunaaðila.