Ferill 645. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum (selveiðar).


________
1. gr.

    Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um selveiðar, m.a. um skráningu selveiða og að banna eða takmarka selveiðar á íslensku forráðasvæði ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
_____________
Samþykkt á Alþingi 7. maí 2019.