Ferill 893. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1481  —  893. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stuðning við foreldra barna með klofinn góm.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


    Hyggst ráðherra bæta stöðu þeirra barna sem fæðast með klofinn góm en falla utan greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þegar kemur að tannréttingakostnaði og fá þannig ekki endurgreiðslu samþykkta hjá Sjúkratryggingum Íslands? Hvenær má búast við aðgerðum af hálfu ráðherra í þágu þessara barna og foreldra þeirra?


Skriflegt svar óskast.