Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1483  —  673. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?

    Í töflunni hér að neðan eru upplýsingar um þær nefndir, ráð og aðra starfshópa sem starfa á vegum ráðuneytisins ásamt upplýsingum um hvaða hópar fá greitt fyrir vinnu sína.
    Þá er einnig greint frá fjárhæð nefndarlauna ásamt öðrum kostnaði sem hlaust af starfi nefndanna árið 2018. Undir öðrum kostnaði eru jafnframt talin laun starfsmanna í fullu starfi ef um það er að ræða.

Fá greitt Fjárhæð nefndarlauna Annar kostnaður
Lögbundnar nefndir:
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti þriggja skrifstofustjóra á fagskrifstofum í félagsmálaráðuneytinu. X *
Úrskurðarnefnd velferðarmála. X 99.065.889** 93.735.008
Kærunefnd húsamála. X 4.849.117 8.490.816
Innflytjendaráð. 873.721
Flóttamannanefnd. X 1.250.260 501.736
Ráðgjafarnefnd varasjóðs húsnæðismála. X 3.248.520 254.346
Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta. X 2.011.064
Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk, skv. 14. gr. laga nr. 88/2011, um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. X 2.534.359
Nefnd um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar, skv. 15. gr. laga nr. 88/2011, um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. X 2.010.708
Sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda og barna sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra.
Prófnefnd leigumiðlunar.
Samráðsnefnd um stórslysavarnir í iðnaði.
Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga.
Réttindavakt fyrir fatlað fólk.
Samráðsnefnd gjaldskyldra aðila samkvæmt lögum um gjaldtöku vegna umboðsmanns skuldara.
Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu.
Eftirlitsnefnd með framkvæmd laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Vinnumarkaðsráð Austurlands. X 50.775
Vinnumarkaðsráð höfuðborgarsvæðisins.
Vinnumarkaðsráð Norðurlands eystra.
Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra.
Vinnumarkaðsráð Suðurlands.
Vinnumarkaðsráð Suðurnesja. X 60.760
Vinnumarkaðsráð Vestfjarða.
Vinnumarkaðsráð Vesturlands.
Samráðsnefnd um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Samstarfsnefnd um atvinnumál útlendinga.
Verkefnatengdar nefndir:
Starfshópur um móttökuáætlanir sveitarfélaga.
Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna.
Nefnd um endurskoðun laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum, vegna rafbíla og heimagistingar.
Verkefnisstjórn um aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn.
Aðgerðahópur um verkefnið Karla og jafnrétti.
Stýrihópur um málefni utangarðsfólks.
Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks.
Stýrihópur sérfræðinga Stjórnarráðsins um framkvæmd vottunar- og faggildingarmála.
Samstarfshópur til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði.
Þingmannanefnd um málefni barna.
Faghópur um samfélagslega virkni fyrir einstaklinga með geðrænan vanda.
Starfshópur um fortíð og framtíð Íbúðalánasjóðs.
Aðgerðahópur í því skyni að vinna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Ráðgjafahópur til að vinna með nefnd sem falið er að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd.
Nefnd sem falið er að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd.
Starfshópur um bættar félagslegar aðstæður einstaklinga sem lokið hafa afplánun refsingar í fangelsi.
Verkefnastjórn um stefnumótun/framtíðarsýn í barnavernd til ársins 2030.
Nefnd í því skyni að bregðast við athugasemdum GRECO (e. Group of States Against Corruption) varðandi skipan dómara í Félagsdóm, samkvæmt lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum.
Samráðshópur um breytt framfærslukerfi almannatrygginga.
Starfshópur um fjölbreyttari úrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum.
Nefnd til að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis.
Verkefnisstjórn um mótun innleiðingaráætlunar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins.
Starfshópur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga til framfærslu.
Samráðsnefnd til undirbúnings ráðstefnu í tilefni aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) árið 2019.
Starfshópur um eftirfylgni með framkvæmd stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.
Nefnd um málefni flóttafólks.
Faghópur um starfsgetumat. 2.797.596
Samráðsnefnd um húsnæðismál byggð á samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga.
Starfshópur um breytt greiðslufyrirkomulag á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Starfshópur um tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma. X 705.816 13.904.618
Nefnd um mótun tillögu að vinnuverndarstefnu og skipulagi vinnuverndarmála hér á landi.
Nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, nr. 907/2005.
Stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.
Starfshópur um umönnunargreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra og/eða fatlaðra barna.
Velferðarvakt. 2.422.010
Nefnd um málefni hinsegin fólks.
Stjórn lánatryggingasjóðs kvenna (Svanni). X 1.564.439
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna.
Samstarfsnefnd um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
Verkefnisstjórn vegna félagsmálasjóðs Evrópu.
Samráðshópur vegna EES-mála á sviði almannatrygginga.
NOSOSKO – Norræna hagsýslunefndin.
*    Nefndin var ekki til árið 2018 og fékk því engar greiðslur á árinu.
**    Fjórir aðalmenn nefndarmanna starfa hjá nefndinni í fullu starfi.

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Eins og fram kemur í svari við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar eru 28 lögbundnar nefndir og ráð og þar af 10 sem af hlýst kostnaður. Verkefnatengdar nefndir og vinnuhópar, sem skipaðir eru af ráðherra sérstaklega til þess að koma með ráðgjöf um umbætur í ýmsum málum, eru 42 talsins. Þessir hópar fá almennt engar greiðslur fyrir störf sín nema helst ef verkefni eru þess eðlis að nauðsynlegt sé að fá inn aðila með ákveðna sérfræðikunnáttu. Félagsmálaráðuneytið leitast ávallt við að móta stefnu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðuneytið og að eiga vítt samráð við hagaðila, faghópa og notendur. Slíkir hópar eru í eðli sínu nauðsynlegir við framangreinda vinnu. Markmið ráðherra er engu að síður að stjórnsýslan sé eins skilvirk og kostur er.