Ferill 842. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1488  —  842. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni um lánafyrirgreiðslur fjármálastofnana.


    Við vinnslu svarsins var byggt á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.
    Fyrirspurnin er í fimm liðum. Fyrstu fjórir snúa að niðurbroti á útlánum fjármálastofnana til atvinnugreina árin 2010–2019. Ekki eru til aðgengileg gögn með atvinnugreinaskiptingu útlána nema frá innlánsstofnunum, en útlán þeirra nema um 83% af útlánum innlendra fjármálastofnana til íslenskra fyrirtækja.
    Öll gögn sem notuð voru við vinnslu svarsins eru í íslenskum krónum. Hluti af útlánum til atvinnufyrirtækja er hins vegar í erlendum gjaldmiðlum, þar á meðal rúmlega 80% af útlánum til fiskveiða og -vinnslu. Mikilvægt er því að hafa gengisþróun í huga þegar litið er á gögn yfir jafn langt tímabil og hér um ræðir.
    Þá er rétt að vekja sérstaka athygli á því að útlán innlendra fjármálastofnana eru einungis eitt form ólíkra fjármögnunarleiða. Til dæmis hafa fasteignafélög á undanförnum árum sótt töluvert fjármagn á innlendan fjármálamarkað með útgáfu markaðsskuldabréfa og fyrirtæki í nokkrum af þeim atvinnugreinum sem nefndar eru í fyrirspurninni hafa tekið lán erlendis.

     1.      Hver eru heildarútlán íslenskra fjármálastofnana til fasteignafélaga og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010? Eru til gögn um hversu stór hluti lánafyrirgreiðslu fjármálastofnana (fyrirtækja) til fasteignafélaga tengist ferðaþjónustu?
    Niðurbrot fyrir fasteignafélög er aðeins aðgengilegt frá miðju ári 2011. Eftirfarandi mynd sýnir þróun heildarútlána innlánsstofnana til fasteignafélaga frá þeim tíma fram í mars árið 2019. Í lok árs 2018 er talið að um 7,5% af heildarútlánum til fasteignafélaga hafi tengst ferðaþjónustu með beinum hætti.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til orkufyrirtækja og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
    Eftirfarandi mynd sýnir þróun heildarútlána innlánsstofnana til orku- og vatnsveitna frá janúar 2010 þangað til í mars 2019.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til sjávarútvegsfyrirtækja (útgerðar og vinnslu) og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
    Eftirfarandi mynd sýnir þróun heildarútlána innlánsstofnana til fiskveiða og -vinnslu frá janúar 2010 og þar til í mars 2019.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




     4.      Hver eru heildarútlán fjármálastofnana til flugfélaga (flugrekstraraðila) og hvernig hafa þau þróast frá árinu 2010?
    Flugrekstraraðilar eru ekki sundurliðaðir sérstaklega í gögnum um útlán til atvinnufyrirtækja, en eru hluti af flokknum Samgöngur og flutningar. Sá flokkur nær yfir fyrirtæki sem eru í samgöngum og flutningum á landi, í lofti og á sjó. Einnig eru innifalin í þeim tölum þjónustufyrirtæki sem tengjast samgöngum og flutningum svo sem Isavia. Eftirfarandi mynd sýnir þróun heildarútlána innlánsstofnana til samgangna og flutninga frá því í janúar 2010 og þar til í mars 2019.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     5.      Hvernig hafa vanskil eldri en 90 daga þróast frá árinu 2010 í framantöldum atvinnugreinum? Óskað er eftir sundurgreiningu í milljörðum króna og svo sem hlutfall af heildarútlánum.
    Þau gögn sem aðgengileg eru um vanskil fyrirtækja, sundurliðuð niður á atvinnugreinar, ná til útlána kerfislega mikilvægra banka (Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka). Vanskilin eru metin samkvæmt lánþegaaðferð í þessum gögnum, þ.e. að eftirstöðvar allra útlána tiltekins viðskiptavinar eru talin í vanskilum ef eitt þeirra er komið í 90 daga vanskil, í frystingu eða lántaki er metinn ólíklegur til að standa við skuldbindingar sínar. Atvinnugreinarnar eru ekki flokkaðar með sama hætti og í svari við fyrri töluliðum og hvorki er aðgengilegur sérstakur atvinnugreinaflokkur fyrir veitur né samgöngur og flutninga. Gögnin ná aftur til mars 2012.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.