Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1491  —  708. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um strandveiðar árið 2018.


     1.      Hver var heildarviðmiðun afla og veiddur heildarafli í tonnum í strandveiðum árið 2018?
    Heildarviðmið afla til strandveiða sumarið 2018 voru 10.200 tonn auk 700 tonna af ufsa sem mátti landa sem VS-afla án þess að hann væri dreginn frá heildarafla. Alls voru veidd tæplega 9.396 tonn af kvótabundnum tegundum, auk tæplega 391 tonns af ufsa sem var landað sem VS-afla. Heildarafli var því rúmlega 9.803 tonn af öllum fisktegundum.

     2.      Hvernig skiptist heildaraflinn í þorsk, ufsa, karfa, ýsu, steinbít og annað talið í prósentum og tonnum? Tölur óskast eftir svæðum og fyrir landið allt.
    Heildarafli á öllu landinu í kvótabundnum tegundum innan leyfilegs heildarafla skiptist þannig:

Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D Allt landið
Tonn % Tonn % Tonn % Tonn % Tonn %
Þorskur 4.167 44,3% 1.831 19,5% 1.803 19,2% 1.274 13,6% 9.075 96,6%
Ýsa 1 0,0% 11 0,1% 12 0,1% 1 0,0% 25 0,3%
Ufsi 24 0,3% 25 0,3% 20 0,2% 151 1,6% 219 2,3%
Gullkarfi 13 0,1% 20 0,2% 10 0,1% 22 0,2% 65 0,7%
Steinbítur 4 0,0% 1 0,0% 1 0,0% 0 0,0% 6 0,1%
Aðr. kvótateg. 1 0,0% 0 0,0% 0 0,0% 5 0,0% 6 0,1%
Samtals 4.210 44,8% 1.889 20,1% 1.845 19,6% 1.453 15,5% 9.396 100,0%
Ufsi í VS 700 t 134 43 59 154 390

     3.      Hver var fjöldi landana á svæðum A–D?
    Fjöldi landana á strandveiðisumrinu 2018 á landinu öllu var 14.984.
    Svæði A: 6.473 landanir.
    Svæði B: 3.078 landanir.
    Svæði C: 2.868 landanir.
    Svæði D: 2.565 landanir.

     4.      Hvert var hlutfall svæða A–D af heildarviðmiði?
    Hlutfall    svæðis A: 41,3%.
    Hlutfall svæðis B: 18,5%.
    Hlutfall svæðis C: 18,1%.
    Hlutfall svæðis D: 14,2%.

     5.      Hver var fjöldi báta á strandveiðum á svæðum A–D og samtals á landinu öllu?
    Alls voru 548 bátar á strandveiðum sumarið 2018.
    Svæði A: 202 bátar.
    Svæði B: 109 bátar.
    Svæði C: 116 bátar.
    Svæði D: 121 bátur.

     6.      Hver var hlutfallsleg skipting bátagerða, þ.e. smábáta í aflamarki, krókaaflamarki og báta eingöngu á strandveiðum?
    Hlutfallsleg skipting báta í útgerðarflokka var þannig að 11,3% báta á strandveiðum sumarið 2018 voru smábátar með aflamark, 70,4% voru krókaaflamarksbátar og 18,2% voru eingöngu á strandveiðum.

     7.      Hver var heildarumframafli í þorski „yfir skammt“ í tonnum? Hversu hátt hlutfall var þetta af heildarkvóta? Hvert var hlutfall þessara tilvika í heildarfjölda landana? Hversu há upphæð var innheimt í ríkissjóð vegna umframafla?
    Heildarumframafli í þorski voru rúmlega 95 tonn sem er 1% af heildarkvóta. Hlutfall umframafla landana voru 26,1% og alls voru sendar til innheimtu 26.171.396 kr. vegna umframafla á strandveiðum sumarið 2018.

     8.      Hvert var heildaraflaverðmæti strandveiða þorsks, ufsa, karfa og ýsu eftir svæðum og samtals? Hver voru meðalverðmæti þessara tegunda í strandveiðunum á öllu landinu og skipt eftir svæðum?
    Heildaraflaverðmæti strandveiða þorsks, ufsa, karfa og ýsu var 2.194 millj. kr.

Svæði Fisktegund Verðmæti kr. Meðalverð kr./kg
A Þorskur 973.843.189 230,67
Ufsi 10.212.077 64,71
Gullkarfi 2.164.884 162,14
Ýsa 149.458 192,60
B Þorskur 429.853.463 233,09
Ufsi 2.809.929 41,49
Gullkarfi 4.029.195 201,87
Ýsa 2.930.931 262,63
C Þorskur 430.110.114 236,94
Ufsi 4.592.066 57,28
Gullkarfi 2.298.739 232,52
Ýsa 3.199.680 276,62
D Þorskur 301.417.447 235,82
Ufsi 21.814.581 71,21
Gullkarfi 4.598.557 208,18
Ýsa 238.463 201,57
Allt landið Þorskur 2.135.224.213 233,12
Ufsi 39.428.653 64,42
Gullkarfi 13.091.375 200,52
Ýsa 6.518.532 264,06
Verðmæti alls 2.194.262.773

     9.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt í gegnum fiskmarkaði?
    Alls voru 8.857 tonn af strandveiðiafla seld í gegnum fiskmarkaði, eða 90,35%.

     10.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt til fiskvinnslna samkvæmt samningi um byggðakvóta á hverju veiðisvæði A–D? Svar óskast sundurliðað sem almennur byggðakvóti og byggðakvóti Byggðastofnunar.
    Alls voru 685.721 kg af fiski upp úr sjó seld til fiskvinnslna samkvæmt samningi um almennan byggðakvóta yfir allt landið, sem er um 7% af heildarstrandveiðiafla.
    Á svæði A var landað til byggðakvóta 393.193 kg (4,01%).
    Á svæði B var landað til byggðakvóta 94.949 kg (0,97%).
    Á svæði C var landað til byggðakvóta 155.719 kg (1,59%).
    Á svæði D var landað til byggðakvóta 41.860 kg (0,43).
    Óheimilt er að landa strandveiðiafla til mótframlags byggðakvóta Byggðastofnunar.