Ferill 831. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1492  —  831. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um flotvörpuveiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld.


     1.      Á hvaða svæðum og tímabilum leyfðist íslenskum skipum að stunda veiðar með flotvörpu úr norsk-íslenska vorgotssíldarstofninum á árunum 2000–2019? Svæði óskast sýnd á kortum.
    Ráðuneytið leitaði upplýsinga hjá Fiskistofu vegna þessarar fyrirspurnar.
    Veiðar íslenskra skipa á norsk-íslenskri síld hafa fyrst og fremst verið stundaðar djúpt austur af Íslandi, en einnig í lögsögu Færeyja, á alþjóðlega hafsvæðinu milli Íslands og Noregs og í lögsögu Svalbarða og sum árin einnig í lögsögu Noregs og Jan Mayen.
    Heimilt er að stunda síldveiðar með flotvörpu í íslenskri lögsögu utan 12 mílna landhelgi.
Á árunum 2000–2004 voru veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld heimilar ýmist frá 5. eða 10. maí til ársloka. Frá árinu 2005 voru veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld heimilar allt árið.

     2.      Hver var árleg heildarveiði íslenskra skipa á norsk-íslenskri vorgotssíld á árunum 2000–2019?
    Afli íslenskra skipa af norsk-íslenskri síld var 80.000–230.000 tonn á árunum 2000–2012. Frá árinu 2013 til ársins 2018 hefur aflinn verið 40.000–90.000 tonn.

     3.      Hversu mikið veiddu íslensk fiskiskip af norsk-íslenskri vorgotssíld í flotvörpu árlega 2000–2019? Svar óskast gefið upp í tonnum og prósentuhlutfalli af heildarveiði þessara skipa úr stofninum hvert fiskveiðiár.
    Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er skipting milli veiðarfæra árin fyrir 2002, varðandi norsk-íslenska síld, ekki nákvæm. Árin 2002–2004 var hlutfall afla af norsk-íslenskri síld, sem veiddur var í flotvörpu 50–70%. Frá árinu 2005 hefur nánast allur afli af norsk-íslenskri síld verið veiddur í flotvörpu.
    Meðfylgjandi eru aflaupplýsingar frá Fiskistofu varðandi norsk-íslenska síld og kort af því svæði þar sem heimilt er að stunda síldveiðar með flotvörpu í íslenskri lögsögu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.