Ferill 675. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1498  —  675. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um þær nefndir, ráð, stjórnir og aðra starfshópa sem starfa á vegum ráðuneytisins ásamt upplýsingum um hvaða hópar fá greitt fyrir vinnu sína.
    Þá er einnig greint frá fjárhæð nefndarlauna ásamt öðrum kostnaði sem hlaust af starfi nefndanna árið 2018. Undir öðrum kostnaði eru jafnframt talin laun starfsmanna í fullu starfi ef um það er að ræða.

Fá greitt Fjárhæð nefndarlauna Annar kostnaður
Lögbundnar nefndir:
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga. X *
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins. X **
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. X **
Vísindasiðanefnd. X 15.566.493 47.621.464
Lyfjagreiðslunefnd. 42.583.071
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands. X 3.670.886 383.821
Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. X 828.279
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. X 316.294
Stöðunefnd lækna. X 1.960.608
Fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar.
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu.
Sóttvarnaráð.
Ráðgjafarnefnd Landspítala.
Stjórn lýðheilsusjóðs.
Sérfræðinefnd um kynáttunarvanda skv. 5. gr. laga nr. 57/2012, um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda.
Samstarfsnefnd um sóttvarnir.
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. X 12.619.745 *** 4.190.668
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vesturlands. X 1.482.908
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Vestfjarða. X 375.789
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Norðurlands. X 2.830.701 105.180
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Austurlands. X 715.846
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands. X 1.997.285
Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurnesja. X 713.544
Mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði.
Nefnd sem skipuleggur námsblokkir fyrir læknakandídata í starfsnámi.
Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar.
Fagráð sjúkraflutninga.
Verkefnatengdar nefndir:
Verkefnisstjórn vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. 1.980.512
Vinnuhópur vegna breytinga á reglugerð (3.) um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1130/2012.
Starfshópur til að gera tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi.
Starfshópur um minnkun fordóma í garð fólks með geðraskanir.
Vinnuhópur vegna áframhaldandi vinnu í kjölfar úttektar KPMG fyrir embætti landlæknis.
Starfshópur um hvernig megi draga úr fordómafullri umræðu um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum.
Starfshópur til að fjalla um endurskoðun á fyrirkomulagi varðandi hjálpartæki.
Starfshópur um ákominn heilaskaða.
Starfshópur til að útfæra skipulag á þjónustu vegna heyrnar- og talmeina.
Starfshópur til að gera tillögu að stefnu og aðgerðaáætlun fyrir vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Samstarfsráð um Landspítalaverkefni.
Stýrinefnd um þróun rafrænnar sjúkraskrár á árunum 2018–2020.
Nefnd vegna endurskoðunar tveggja reglugerða, þ.e. reglugerð nr. 850/2002, um skömmtun lyfja, annars vegar og hins vegar reglugerð nr. 241/2004, um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
Nefnd um samstarfssamning milli Grænlands og Íslands.
Samráðshópur um inntöku vistmanna á Hjúkrunarheimilið Sóltún.
*    Nefndin var ekki til árið 2018 og fékk því engar greiðslur á árinu.
**    Nefndin lauk ekki störfum eða verkefnum árið 2018 og fékk því engar greiðslur á árinu.
***    Stærstur hluti þessa kostnaðar er rekstur á tölvukerfinu sem tilheyrir öllum færni- og heilsumatsnefndum á landinu.

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Eins og fram kemur í svari við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar eru 27 lögbundnar nefndir, ráð og stjórnir og þar af 17 sem af hlýst kostnaður. Verkefnatengdar nefndir eða vinnuhópar, sem skipaðir eru af ráðherra sérstaklega til þess að koma með ráðgjöf um umbætur í ýmsum málum, eru 15 talsins. Þessir starfshópar fá almennt engar greiðslur fyrir störf sín og einhverjir þeirra eru í þann mund að ljúka verkefnum sínum.
    Ef heilbrigðisstefna verður samþykkt á Alþingi, sem vonir standa til, má búast við því að þörf fyrir vinnuhópa, skipaða fagaðilum og notendum, geti farið vaxandi við innleiðingu ýmissa umbóta í heilbrigðiskerfinu. Ráðherra hefur þó í hyggju að breyta verklagi innan ráðuneytisins í samræmi við heilbrigðisstefnu sem þýðir að hlutverk heilbrigðisráðuneytisins og stofnana þess verður skýrara, starfsáætlanir stofnana hnitmiðaðri og einnig eftirfylgni ráðuneytisins. Þetta vinnulag ætti að minnka þörfina fyrir vinnuhópa þótt mikilvægt verði áfram að hafa samráð við faghópa og notendur. Ef heilbrigðisstefna nær fram að ganga má einnig búast við því að hluti þeirra nefnda sem nú eru bundnar í lögum geti orðið óþarfar. Það er að sjálfsögðu markmið ráðherra að stjórnsýslan verði eins skilvirk og kostur er.