Ferill 898. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1503  —  898. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um VS-afla.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hversu miklum afla var landað sem VS-afla á fiskveiðiárunum 2013–2018?
     2.      Hvaða skip, sem lönduðu VS-afla á fiskveiðiárunum 2013–2018, færðu frá sér aflaheimildir í sams konar tegund á því ári sem þau lönduðu aflanum?
     3.      Áttu útgerðir þeirra skipa sem lönduðu VS-afla á fiskveiðiárunum 2013–2018 aflaheimildir í sömu tegundum og landað var á öðrum skipum í þeirra eigu?


Skriflegt svar óskast.