Ferill 899. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1513  —  899. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um hagsmunatengsl almannatengla.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að almannatenglum verði gert skylt að skrá hagsmuni sína, þar á meðal vinnuveitanda og verkkaupa, með það fyrir augum að tryggja gagnsæi þegar slíkir aðilar taka þátt í umræðum um þjóðmál á opinberum vettvangi? Telur ráðherra þörf á að lögfesta slíka skyldu?


Skriflegt svar óskast.