Ferill 901. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1515  —  901. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innleiðingu á stefnu um opinn og frjálsan hugbúnað.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Er stefna um opinn og frjálsan hugbúnað sem stjórnvöld samþykktu í mars 2008 og er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins enn í gildi? Hefur stefnan verið uppfærð?
     2.      Hverjar voru niðurstöður og ávinningur aðgerðaáætlunar stjórnvalda frá mars 2011 fyrir innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar hjá opinberum aðilum?
     3.      Hvernig framfylgja stjórnvöld stefnu um opinn og frjálsan hugbúnað og eftir hvaða aðgerðaáætlun er unnið?
     4.      Hvaða verklagsreglur eru um það hvaða hugbúnaðarleyfi eru sett á hugbúnað sem er sérhannaður fyrir opinbera aðila með opinberu fé? Hvar er opinn hugbúnaður sem er smíðaður fyrir opinbert fé gerður aðgengilegur?


Skriflegt svar óskast.