Ferill 902. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1516  —  902. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum á Vesturlandi.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar sem farið hafa í gegnum færni- og heilsumat og eru á biðlista eftir hjúkrunar- eða dvalarrýmum liggja á heilbrigðisstofnunum í heilbrigðisumdæmi Vesturlands?
     2.      Hversu stórt hlutfall þessara einstaklinga liggur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og bíður eftir hjúkrunar- eða dvalarrými á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða?
     3.      Hversu mörg legurými eru á A- og B-deild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi?


Skriflegt svar óskast.