Ferill 906. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1522  —  906. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um auglýsingar á samfélagsmiðlum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hvaða útgjöld hafa Geislavarnir ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilið Sólvangur, Sjúkrahúsið á Akureyri og aðalskrifstofa heilbrigðisráðuneytisins haft ár hvert frá árinu 2015 vegna auglýsinga eða kostaðrar dreifingar á samfélagsmiðlum, svo sem á Facebook, Instagram, YouTube og Twitter? Svar óskast aðeins fyrir þær stofnanir sem hafa haft einhver slík útgjöld á tímabilinu.


Skriflegt svar óskast.