Ferill 907. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1523  —  907. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um Palestínu.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvers vegna sat Ísland hjá þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um að fylgja skyldi alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum á hernumdu svæðunum í Palestínu og réttað yfir þeim sem brytu þau?
     2.      Samræmist þessi hjáseta ályktun um viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967?
     3.      Er um stefnubreytingu af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna?


Skriflegt svar óskast.