Ferill 908. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1524  —  908. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kjör hjúkrunarfræðinga utan Landspítalans.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við hve illa gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga hjá mörgum heilbrigðisstofnunum með því að kanna möguleika á að bæta launakjör með nýjum útfærslum, stuðla að betra starfsumhverfi og auka tækifæri til starfsþróunar, sérstaklega hjá öðrum heilbrigðisstofnunum en Landspítalanum?
     2.      Telur ráðherra að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sitji við sama borð og Landspítalinn þegar kemur að svigrúmi til þess að bæta launakjör hjúkrunarfræðinga og möguleikum þeirra til starfsþróunar og símenntunar, til að mynda með sambærilegu verkefni og Hekluverkefninu hjá Landspítalanum?


Skriflegt svar óskast.