Ferill 914. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1536  —  914. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um réttindi barna dvalarleyfisumsækjenda og barna umsækjenda um alþjóðlega vernd til náms.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig er ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, laga um leikskóla og laga um grunnskóla framfylgt varðandi skólaskyldu, réttindi til náms og bann við mismunun vegna stöðu foreldra, hjá börnum búsettum á Íslandi sem eiga foreldra í umsóknarferli um dvalarleyfi eða alþjóðlega vernd?
     2.      Hvernig er fyrrnefndum réttindum barna til náms framfylgt vegna barna sem eru sannanlega búsett og jafnvel fædd á Íslandi, en eiga foreldra sem hefur verið neitað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því, í samræmi við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að rétta stöðu barna sem fæðast og eru búsett á Íslandi en kann að vera mismunað vegna stöðu foreldra hvað varðar aðgengi og réttindi til náms?


Skriflegt svar óskast.