Ferill 921. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1553  —  921. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lausagang bifreiða.

Frá Alex B. Stefánssyni.


     1.      Hefur ráðherra kannað hvort setja þurfi nánari leiðbeinandi reglur um lausagang bifreiða, t.d. að kveða á um hámark lausagangs, í ljósi þess að óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin, sbr. reglugerð nr. 788/1999 um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna?
     2.      Hafa þeir sem nýta sér bifreiðar á vegum ráðuneytisins, undirstofnana og fyrirtækja fengið fræðslu um skaðsemi lausagangs bifreiða? Hefur ráðherra hvatt til þess að stofnanir og fyrirtæki kanni eða fylgist með hvort starfsmenn skilji bifreiðar eftir í lausagangi og tryggi að starfsmenn fái fræðslu um skaðsemi lausagangs bifreiða?


Skriflegt svar óskast.