Ferill 923. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1558  —  923. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvalveiðar.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu margir langreyðartarfar og langreyðarkýr voru dregin að landi í Hvalfirði á hvalvertíðum árin 2009–2018?
     2.      Hversu margar langreyðarkýr veiddar á hvalvertíðum 2009–2018 reyndust kelfdar og hversu margar höfðu mjólk í spenum?
     3.      Hversu margir blendingar langreyðar og steypireyðar voru dregnir að landi í Hvalfirði á hvalvertíðum 2009–2018?
     4.      Hversu margar hrefnukýr veiddar á hvalvertíðum 2009–2018 reyndust kelfdar og hversu margar höfðu mjólk í spenum?
    Svar óskast sundurliðað eftir vertíðum og mánuðum.


Skriflegt svar óskast.