Ferill 925. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1560  —  925. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um leigu húsnæðis til ferðamanna.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hve margar íbúðir eða einingar eru nú leigðar út til ferðamanna gegnum bókunarkerfi sem kennd eru við AirBnB og viðlíka, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni?
     2.      Hversu margar íbúðir sem leigðar eru út, sbr. 1. tölul. fyrirspurnarinnar, eru skráðar með fullnægjandi hætti?
     3.      Hversu margar íbúðir hafa verið nýskráðar vegna sérstaks átaks sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu?
     4.      Hvað hefur átakið kostað og hversu miklum tekjum hefur það skilað?
     5.      Hvers vegna verður því átaki ekki fram haldið eins og nýlegar fréttir bera með sér?


Skriflegt svar óskast.