Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
2. uppprentun.

Þingskjal 1574  —  647. mál.
Nýr stafliður.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (LRM, KÓP, ÁsF, HSK, JÞÞ, NTF, ÓÍ).


     1.      Við b-lið 1. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Áhættumat erfðablöndunar: Mat á því magni frjórra eldislaxa sem strjúka úr eldi í sjó og vænta má að komi í ár þar sem villta laxastofna er að finna og metið er að erfðablöndun eldislax við villta nytjastofna, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, verði það mikil að tíðni arfgerða villtra stofna breytist og valdi versnandi hæfni stofngerða þeirra.
                  b.      2. málsl. 9. tölul. orðist svo: Stöðin getur verið hefðbundin kví í sjó eða sökkvanlegur eða fljótandi lokaður eldisbúnaður, fleki, fóðurlagnir og/eða annar sá búnaður sem er nauðsynlegur til reksturs slíkrar stöðvar.
     2.      2. gr. orðist svo:
                  Í stað 3. og 4. mgr. 4. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ráðherra skipar samráðsnefnd um fiskeldi til fjögurra ára í senn. Nefndin er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis og skal taka til umfjöllunar hvaðeina sem málaflokkinn snertir. Í því felst m.a. að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Í nefndinni eiga sæti sex fulltrúar. Einn fulltrúi skal skipaður án tilnefningar og er hann formaður, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar, einn samkvæmt tilnefningu samtaka fiskeldisfyrirtækja, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og auðlindaráðherra. Fulltrúar til vara skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin skal funda svo oft sem þurfa þykir. Formaður kveður hana saman til fundar. Kostnaður af störfum hennar greiðist úr ríkissjóði en hver þeirra sem tilnefnir fulltrúa ber kostnað af störfum þess fulltrúa. Ráðherra skal setja nánari reglur um störf nefndarinnar með reglugerð.
     3.      Við 1. efnismgr. 3. gr. bætist: Umhverfisstofnun og svæðisráð samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018, þar sem við á.
     4.      Í stað orðanna „er heimilt að“ í 6. gr. komi: skal.
     5.      Við a-lið 7. gr. (6. gr. a).
                  a.      2. og 3. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Með áhættumatinu er áhætta af erfðablöndun frjórra eldislaxa við villta laxastofna miðað við magn frjórra eldislaxa á tilteknu hafsvæði metin með líkani. Markmið þessa er að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum.
                  b.      Á eftir 1. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Í áhættumati erfðablöndunar skal tekið tillit til mótvægisaðgerða sem draga úr mögulegri erfðablöndun, m.a. ljósastýringar og stærðar seiða og netpoka. Hafrannsóknastofnun skal leita eftir tillögum eldisfyrirtækja að slíkum mótvægisaðgerðum. Áhættumatið skal byggt á þáttum eins og áætlun um fjölda strokufiska og endurkomuhlutfalli þeirra, áhrifum hafstrauma og dreifingu fiska, fjarlægð áa frá sjókvíaeldissvæðum, stofnstærð laxa í ám og öðru sem þýðingu kann að hafa.
                  c.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 2. málsl. 2. efnismgr. komi: 3. mgr.
                  d.      Á eftir 4. málsl. 3. efnismgr., sem verði 4. efnismgr., komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sé leyfilegt framleiðslumagn í áhættumati bundið tilteknum skilyrðum, t.d. um mótvægisaðgerðir, skal Matvælastofnun hafa eftirlit með að rekstrarleyfishafi fullnægi þeim skilyrðum.
                  e.      Í stað orðanna „Heimilt er að“ í 4. efnismgr., sem verði 5. efnismgr. komi: Ráðherra skal.
                  f.      Við 4. efnismgr., sem verði 5. efnismgr., bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þar verði nánari ákvæði um meðferð, útgáfu og breytingu áhættumats, m.a. hvernig skuli farið með framleiðslu verði dregið úr henni í kjölfar endurskoðunar áhættumats, og hvernig skuli farið að við aukningu á framleiðslu, í samræmi við niðurstöðu endurskoðunar áhættumats. Reglugerðin skal taka tillit til bestu fáanlegrar tækni og þess hvernig best verði stuðlað að sem umhverfisvænstum rekstri.
     6.      Við 10. gr.
                  a.      Orðin „eða í síðasta lagi við útgáfu leyfis“ í 1. efnismgr. falli brott.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Matvælastofnun er heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma eða sníkjudýra, svo sem kveðið er á um í 10. gr. laga um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006. Stofnunin getur m.a. skilgreint smitsjúkdómasvæði og takmarkað flutning lifandi eldisfiska milli slíkra svæða.
     7.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1.–4. mgr.“ í inngangsmálsgrein komi: 1. og 2. mgr.
                  b.      Við 1. málsl. 1. efnismgr. 11. gr. bætist: til 16 ára.
                  c.      Í stað síðari málsliðar 1. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Matvælastofnun skal endurskoða rekstrarleyfi reglulega. Rekstrarleyfishafi skal afhenda leyfisveitanda öll gögn og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að endurskoða skilyrði rekstrarleyfis, ef leyfisveitandi óskar þess.
                  d.      3. og 4. efnismgr. falli brott.
                  e.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 10. mgr. 10. gr. laganna kemur: 3. mgr.
     8.      Síðari málsliður 2. efnismgr. 12. gr. orðist svo: Matvælastofnun skal tilkynna Umhverfisstofnun, umsækjanda um rekstrarleyfi og þeim sem hafa gert athugasemdir við umsóknina um afgreiðslu rekstrarleyfis.
     9.      2. efnismgr. 13. gr. orðist svo:
                  Ráðherra skal setja nánari reglur um upphaf starfsemi, m.a. um staðarúttekt, matsgreiningar festinga, meginíhluti og stöðvarskírteini með reglugerð.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „Matvælastofnunar“ í 1. málsl. a-liðar komi: sveitarfélaga.
                  b.      Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 3. málsl. 2 mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fiskistofu er heimilt, að fengnu samþykki stjórnar veiðifélags eða veiðiréttarhafa, þar sem veiðifélag hefur ekki verið stofnað, að mæla fyrir um að leitað verði að slíkum fiski í nærliggjandi veiðiám eða vötnum og hann fjarlægður.
     11.      2. málsl. 1. efnismgr. 15. gr. orðist svo: Innra eftirlit skal tryggja að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla eða rekstrarleyfi sem eru veitt samkvæmt þeim.
     12.      Við 16. gr.
                  a.      Við b-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun er heimilt að framkvæma upplýsingaöflun með rafrænum hætti og skylda rekstrarleyfishafa til að skrá upplýsingarnar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til.
                  b.      Síðari málsliður 1. efnismgr. c-liðar falli brott.
     13.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðsins „ein“ í a-lið komi: sjálf.
                  b.      Í stað orðsins „slysasleppingar“ í 2. efnismgr. b-liðar komi: strok.
                  c.      Í stað orðsins „dauða“ í 2. efnismgr. b-liðar komi: óeðlileg afföll.
                  d.      Í stað orðanna „á hvaða tímamarki“ í síðari málslið 3. efnismgr. b-liðar komi: innan hvaða tímamarka.
     14.      Í stað 2. efnismálsl. a-liðar 19. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Rekstrarleyfishafi sem elur ófrjóan lax eða regnbogasilung skal greiða árlegt gjald að upphæð 10 SDR fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða samkvæmt rekstrarleyfi. Rekstrarleyfishafi sem starfrækir eldi með lokuðum eldisbúnaði skal greiða árlegt gjald að upphæð 5 SDR fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða samkvæmt rekstrarleyfi.
     15.      Við 20. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmdina með reglugerð.
     16.      Við 22. gr.
                  a.      Við a-lið (21. gr. d) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Heimild Matvælastofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk. Frestur skv. 1. málsl. rofnar þegar Matvælastofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
                  b.      B-liður (21. gr. e) falli brott.
     17.      Síðari 22. gr. verði 23. gr. og breytist númer annarra greina til samræmis við það.
     18.      Við 23. gr. (sem verði 24. gr.).
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í inngangsmálsgrein komi: sjö.
                  b.      B-liður (II.) orðist svo:
                       Um meðferð umsókna um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á hafsvæðum sem hafa verið metin til burðarþols, sem bárust fyrir gildistöku laga þessara og uppfylla skilyrði 8. gr. laganna eins og þau voru fyrir gildistökuna, fer eftir ákvæðum laga þessara fyrir gildistökuna hvað snertir meðferð og afgreiðslu umsókna.
                  c.      Síðari málsliður 2. efnismgr. c-liðar (III.) orðist svo: Hafi rekstrarleyfishafi ekki nýtt helming eða meira af leyfilegum lífmassa rekstrarleyfis á ófrjóum laxi innan sjö ára frá útgáfu rekstrarleyfisins skal Matvælastofnun lækka heimilaðan lífmassa í rekstrarleyfi sem hinu ónýtta magni nemur.
                  d.      Í stað orðanna „gildistöku þessa ákvæðis“ í d-lið komi: gildistökuna.
                  e.      Í stað orðanna „innan tveggja mánaða í e-lið komi: svo fljótt sem auðið er.
                  f.      Við bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                   f. (VI.)
                            Ráðherra skal skipa nefnd þriggja vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vistfræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal nefndin skila áliti sínu og tillögum til ráðherra fyrir 1. maí 2020. Ráðherra skal í kjölfarið skila Alþingi skýrslu um niðurstöður nefndarinnar og viðbrögð við þeim.
                   g. (VII.)
                            Lög þessi skal endurskoða eigi síðar en 1. maí 2024.
     19.      Á eftir orðunum „um faggildingu o.fl.“ í 24. gr., sem verði 25. gr., komi: nr. 24/2006.
     20.      Efnismálsliður 26. gr., sem verði 27. gr., orðist svo: Ráðherra skal, að höfðu samráði við Matvælastofnun, setja reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir vegna sníkjudýra í fiskeldi, svo sem um skyldu rekstraraðila til að telja laxalús og tiltekin viðmiðunarmörk um viðbrögð og aðgerðir vegna útbreiðslu laxalúsar.
     21.      2. málsl. 28. gr., sem verði 29. gr., orðist svo: Þó öðlast 15. gr., b- og c-liður 17. gr. og 18., 19. og 22. gr. gildi 1. janúar 2020.
     22.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat, úthlutun eldissvæða o.fl.).