Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1577  —  434. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Þjóðarsjóð.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BHar, ÓGunn, SÁA, SilG).


     1.      Á eftir orðunum „Starfrækja skal“ í 1. málsl. 2. gr. komi: sjálfstæðan.
     2.      Við 1. mgr. 3. gr.
                  a.      Á eftir 2. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórnarmenn skulu vera lögráða og hafa gott orðspor og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu eða, í tengslum við atvinnurekstur, hlotið dóm fyrir fjármunabrot samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum á sviði fjármálamarkaðar eða öðrum lögum sem varða starfsemi félaga, eða sætt íþyngjandi stjórnvaldsviðurlögum sem einstaklingar eða fyrirsvarsmenn lögaðila á framangreindum sviðum.
                  b.      Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórnarmenn mega ekki taka að sér eða hafa með höndum nein störf sem geta verið til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra í efa. Skipun stjórnarmanna verður ekki afturkölluð nema á grundvelli málefnalegra og lögmætra sjónarmiða.
     3.      1. málsl. 1. mgr. 4. gr. orðist svo: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela þar til bærum aðilum vörslu sjóðsins og áhættustýringu og öðrum aðila, með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum, að annast eignastýringu.
     4.      Í stað orðanna „á hverjum tíma“ í 1. mgr. 6. gr. komi: í lok næstliðins reikningsárs.
     5.      Í stað orðsins „lánshæfisflokkum“ í 3. málsl. 8. gr. komi: gjaldmiðlum.
     6.      9. gr. orðist svo:
                  Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum skráðum á skipulegum verðbréfamarkaði, verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum, afleiðum tengdum fyrrgreindum fjármálagerningum og innlánum lánastofnana.
     7.      Í stað orðsins „markaðsverðbréf“ í 2. mgr. 10. gr. komi: fjármálagerninga skráða á skipulegum verðbréfamarkaði.
     8.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 12. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Skýrslan skal staðfest af ríkisendurskoðanda með könnunaráritun.
     9.      Á eftir 12. gr. komi ný grein er orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Eignir Þjóðarsjóðs og skuldastaða ríkissjóðs.

                  Eignir Þjóðarsjóðs skulu dragast frá heildarskuldum hins opinbera við mat á því hvort markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar samræmist skilyrði um skuldastöðu skv. 2. tölul. 7. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.
     10.      Í stað tilvísunarinnar „4. málsl. 1. mgr. 3. gr.“ í ákvæði til bráðabirgða I komi: 5. málsl. 1. mgr. 3. gr.
     11.      Í stað „2020–2022“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II komi: 2020–2024.