Ferill 938. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1579  —  938. mál.
Liður felldur brott.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hafrannsóknir.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Telur ráðherra þörf á að auka fjárveitingar til Hafrannsóknastofnunar í ljósi mikilvægis hennar fyrir vöktun og rannsóknir á umhverfisþáttum og lífríki Íslandsmiða?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á námsframboði hér á landi á sviði hafrannsókna, t.d. á sviði fiskifræði og haffræði? Er framboðið nægt að mati ráðherra?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að gerð verði áætlun um hafrannsóknir til nokkurra ára í senn sem lögð verði fyrir Alþingi til samþykktar og ef svo er, hvenær má búast við slíkri áætlun?


Skriflegt svar óskast.