Ferill 939. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1580  —  939. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kostnað ráðuneytisins vegna þriðja orkupakkans.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna aðkeyptrar innlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum (sbr. 777. mál yfirstandandi þings) og hvernig skiptast greiðslur þess kostnaðar milli íslenskra aðila?
     2.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna aðkeyptrar erlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum og hvernig skiptist sá kostnaður í ritlaun, ferðakostnað og annan kostnað?
     3.      Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins á þessu ári vegna kynningar á þriðja orkupakkanum og hvernig skiptist sá kostnaðar í ferðakostnað ráðherra og fylgdarliðs, útgáfukostnað og annan kostnað?


Skriflegt svar óskast.