Ferill 941. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1587  —  941. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um dagsektir í umgengnismálum.

Frá Höllu Gunnarsdóttur.


     1.      Hve oft hafa verið settar fram kröfur um beitingu dagsekta samkvæmt heimild í 48. gr. barnalaga, nr. 76/2003, til að þvinga fram umgengni og hversu margir einstaklingar hafa sett fram slíka kröfu undanfarin fimm ár?
     2.      Hversu margir hafa þurft að greiða dagsektir á grundvelli úrskurða sýslumanns vegna umgengnismála undanfarin fimm ár?
     3.      Hversu háar upphæðir hefur verið úrskurðað um við beitingu dagsekta undanfarin fimm ár á grundvelli 48. gr. barnalaga?
     4.      Hver er meðalfjöldi daga sem einstaklingar greiða dagsektir samkvæmt úrskurði og hver er hæsta heildarfjárhæð sem hefur verið greidd í dagsektir yfir eitt tímabil?
     5.      Við hvað er miðað þegar sýslumaður ákveður upphæð dagsekta í hverju tilfelli fyrir sig?
     6.      Hve oft hafa sýslumenn sent tilkynningar til barnaverndarnefndar þegar kveðinn er upp úrskurður um dagsektir?
     7.      Telur ráðherra að beiting dagsekta í umgengnismálum hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt?


Skriflegt svar óskast.