Ferill 943. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1591  —  943. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um tekjulægstu hópa aldraðra.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hyggst ráðherra fylgja eftir tillögum, sem fram koma í niðurstöðum skýrslu starfshóps um kjör aldraðra frá desember 2018, varðandi aldraða sem eiga takmörkuð réttindi í almannatryggingum á Íslandi vegna fyrri búsetu erlendis og ef svo er, til hvaða úrræða hyggst ráðherra grípa?
     2.      Hverjar verða tillögur ráðherra til úrbóta fyrir þá sem hafa áunnið sér lítil eða engin réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðum?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir bættum hag þeirra sem eingöngu eða nánast eingöngu lifa á bótum almannatrygginga?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir lausn á óviðunandi stöðu efnalítilla aldraðra sem búa í leiguhúsnæði eða mjög skuldsettu húsnæði?


Skriflegt svar óskast.