Ferill 945. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1599  —  945. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þjónustu við fæðandi konur á landsbyggðinni.

Frá Höllu Gunnarsdóttur.


     1.      Með hvaða hætti vinnur ráðuneytið að því að tryggja viðunandi þjónustu við fæðandi konur sem búa fjarri fæðingarþjónustu?
     2.      Með hvaða hætti er tryggð samfella í mæðravernd og fæðingarþjónustu kvenna sem þurfa að fæða fjarri heimabyggð?
     3.      Hvað líður vinnu við að draga úr útlögðum kostnaði kvenna sem þurfa að dvelja fjarri heimabyggð í tengslum við meðgöngu eða fæðingu?
     4.      Telur ráðherra að jafnræði sé tryggt í þjónustu við fæðandi konur og fjölskyldur þeirra óháð búsetu?


Skriflegt svar óskast.