Ferill 946. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1600  —  946. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð af námslánum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra það koma til greina að lántakar greiði lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð af námslánum og að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði mótframlag fyrir þá?
     2.      Hvað mundi það kosta lánasjóðinn á ársgrundvelli að greiða lögbundið mótframlag í lífeyrissjóð fyrir alla núverandi lántaka?


Skriflegt svar óskast.