Ferill 947. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1601  —  947. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um útskrifaða nemendur úr diplómanámi í lögreglufræði.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


    Hversu margir þeirra sem útskrifuðust vorið 2018 frá Háskólanum á Akureyri úr diplómanámi í lögreglufræði voru við lögreglustörf 1. febrúar 2019? Hversu margir þeirra hlutu skipun og hversu margir þeirra voru ráðnir? Hjá hvaða lögregluembættum störfuðu þeir?


Skriflegt svar óskast.