Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
2. uppprentun.

Þingskjal 1603  —  493. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda).

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


     1.      Í stað orðanna „og þagnarskyldu“ í 1. gr. komi: þagnarskyldu o.fl.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Við b-lið (42. gr.).
                      1.      Við 8. tölul. 1. mgr. bætist: en farið skal að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess er óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.
                      2.      Í stað orðsins „stjórnsýslulaga“ í 4. mgr. komi: laga þessara.
                      3.      2. málsl. 5. mgr. orðist svo: Hafi ásetningur ekki staðið til verknaðarins getur brot varðað refsingu skv. 141. gr. sömu laga að skilyrðum ákvæðisins uppfylltum.
                      4.      Við 3. málsl. 5. mgr. bætist: hafi þau verið framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
                  b.      Við c-lið (43. gr.).
                      1.      Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: eða á grundvelli lagaheimildar.
                      2.      Á eftir orðunum „úrtakið það stórt“ í 2. mgr. komi: og breytur þannig afmarkaðar.
                      3.      Í stað orðanna „Þjóðskjalasafn Íslands“ í 5. mgr. komi: opinber skjalasöfn.
                  c.      Við d-lið (44. gr.) bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Brot á þagnarskyldu samkvæmt þessari grein varðar refsingu skv. 139. gr. almennra hegningarlaga.
                  d.      Síðari málsliður h-liðar (48. gr.) orðist svo: Ráðherra gefur út leiðbeiningar um reglur sveitarfélaga um meðferð trúnaðarupplýsinga.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      2. efnismálsl. 2. tölul. orðist svo: Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja.
                  b.      Á undan orðunum „almennra hegningarlaga“ í 3., 4., 18. og 31. tölul. komi: XIV. kafla.
                  c.      Orðin „óviðkomandi aðilum“ í 3. og 4. tölul. falli brott.
                  d.      Orðin „óviðkomandi mönnum“ í 31. tölul. falli brott.
                  e.      Efnismálsliður 35. tölul. orðist svo: Starfsmenn tollstjóra eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
                  f.      Í stað „136. gr.“ í 48. tölul. komi: XIV. kafla.
                  g.      Í stað orðanna „16. gr. laganna“ í 66. tölul. komi: 1. mgr. 16. gr. laganna.
                  h.      Í stað orðanna „almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn að skýra óviðkomandi mönnum“ í 75. tölul. komi: XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra.