Ferill 764. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1605  —  764. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um dreifingu vátrygginga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      D-liður 1. mgr. 22. gr. orðist svo: mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, þessum lögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða öðrum lögum sem gefur tilefni til að ætla að þeir geti ekki sinnt starfi sínu á forsvaranlegan hátt.
     2.      C-liður 1. mgr. 23. gr. orðist svo: má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, þessum lögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða öðrum lögum sem gefur tilefni til að ætla að hann geti ekki sinnt starfi sínu á forsvaranlegan hátt.
     3.      C-liður 1. mgr. 24. gr. orðist svo: má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, þessum lögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða öðrum lögum sem gefur tilefni til að ætla að hann geti ekki sinnt starfi sínu á forsvaranlegan hátt.
     4.      Við 45. gr.
                  a.      Í stað 1.–2. mgr. komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Hafi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að ætla að starfsemi útibús hér á landi sé ekki í samræmi við ákvæði 32. gr. eða 1. og 2. mgr. 33. gr. skal stofnunin grípa til viðeigandi ráðstafana og upplýsa eftirlitsstjórnvald heimaríkis.
                  b.      Í stað „2. og 3. mgr.“ í 5. mgr. komi: 1. og 2. mgr.
     5.      Í stað orðanna „vegna dreifingar“ í fyrirsögn 47. gr. komi: um dreifingu.
     6.      Í stað orðsins „umboðsmanns“ í 11. tölul. 1. mgr. 48. gr. komi: vátryggingaumboðsmanns.
     7.      Í stað „2. gr., 1.–7. mgr. 3. gr., 4.–8. gr.“ í 56. gr. komi: 2.–8. gr.
     8.      1. mgr. 58. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi.