Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1617  —  864. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um notkun hegðunarlyfja.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var fjöldi ávísana á tauga- og geðlyf (hegðunarlyf) til drengja á grunnskólaaldri á árunum 2000–2018, hve margir drengir á þessu aldursbili fengu ávísanir á slík lyf og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda drengja á grunnskólaaldri á árabilinu, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver var fjöldi ávísana á tauga- og geðlyf (hegðunarlyf) til stúlkna á grunnskólaaldri á árunum 2000–2018, hve margar stúlkur á þessu aldursbili fengu ávísanir á slík lyf og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda stúlkna á grunnskólaaldri á árabilinu, sundurliðað eftir árum?


    Skilningur embættis landlæknis og ráðuneytisins er að með hegðunarlyfjum sé átt við lyf sem efla heilastarfsemi og notuð eru við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Í úrtakinu úr lyfjagagnagrunni embættis landlæknis er því miðað við lyfjaflokk N06B (alþjóðlegt flokkunarnúmer, ATC-Anatomical Therapeutic Chemical classification) og aldurinn 6–16 ára. Niðurstöður birtast í eftirfarandi töflum þar sem tafla 1 tekur til fjölda einstaklinga og tafla 2 miðast við ávísaða dagskammta á hverja þúsund íbúa. Miðað er við skilgreinda dagskammta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Lyfjagagnagrunnurinn nær aðeins aftur til ársins 2003 og því eru notkunartölur áranna 2000–2002 ekki fyrirliggjandi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.