Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1619  —  219. mál.
Leiðrétting.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til umferðarlaga.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.

     1.      Við 1. mgr. 3. gr.
                  a.      Á eftir 3. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Akstursíþróttir: Keppni, æfingar og sýningar í akstri ökutækja á lokuðum eða afmörkuðum skilgreindum svæðum þar sem undanþágur eru veittar frá ákvæðum laga þessara.
                  b.      Í stað orðanna „400 kg að eigin þyngd eða meira“ í b-lið 8. tölul. komi: yfir 400 kg að eigin þyngd.
                  c.      19. tölul. verði 27. tölul.
                  d.      Orðin „búið snertiskjá“ í 32. tölul. falli brott.
                  e.      Á eftir 37. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Veghaldari: Sá aðili sem hefur veghald vegar eins og það er skilgreint í vegalögum.
                  f.      Í stað orðsins „sex“ í 42. tölul. komi: átta.
     2.      Á eftir orðinu „fatlaðra“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. komi: handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða.
     3.      Við lokamálsgrein 11. gr. bætist: sem og skyldu þeirra til að sækja slíka þjálfun og námskeið.
     4.      Við 20. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Óheimilt er, án fullnægjandi ástæðu, að aka ökutæki þannig að það missi veggrip, þ.m.t. hliðarskrið og spól.
     5.      Við 23. gr.
                  a.      1. og 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar þannig stendur á má ekki skipta um akrein, nema þess þurfi til að beygja á vegamótum, aka af akbraut, stöðva ökutæki eða leggja því.
     6.      Í stað orðsins „akbrauta“ í 3. málsl. 1. mgr. 25. gr. komi: akreina.
     7.      Við 29. gr.
                  a.      E-liður 3. mgr. orðist svo: við vatnshana slökkviliðs.
                  b.      Í stað orðanna „eftirvagna og tengivagna, báta“ í 4. mgr. komi: eftirvagna, báta, húsbíla.
                  c.      5. mgr. falli brott.
     8.      Fyrirsögn 30. gr. orðist svo: Undantekningar varðandi stöðvun og lagningu ökutækja.
     9.      Við 39. gr.
                  a.      Í stað 1.–3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Leita skal leyfis lögreglu til að stunda akstursíþróttir.
                  b.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Ákvæði 1.–4. mgr. gilda um hjólreiðakeppni á vegum.
     10.      Við 50. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: eða ef hann telst óhæfur til að stjórna ökutæki vegna neyslu lyfja, sbr. 6. mgr. 48. gr.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                       Mælist ávana- og fíkniefni eða lyf skv. 1. mgr., sbr. 6. mgr. 48. gr., í blóði ökumanns telst hann vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða lyfja og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega.
                  c.      Á eftir orðunum „ávana- og fíkniefna“ í 3. og 4. mgr. komi: eða lyfja.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Bann við akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja.
     11.      Við 52. gr.
                  a.      Í stað orðanna „lækni eða hjúkrunarfræðingi“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: til þess bærum heilbrigðisstarfsmanni.
                  b.      Á eftir orðunum „Neiti ökumaður er“ í lokamálslið 3. mgr. komi: lögreglu.
     12.      Við lokamálsgrein 54. gr. bætist: og reglna settra á grundvelli þeirra.
     13.      55. gr. falli brott.
     14.      Í stað orðsins „Ökumanni“ í 1. mgr. 58. gr. komi: Stjórnanda.
     15.      Í stað orðanna „17 ára“ og „verður fullra 17 ára“ í 2. málsl. 4. mgr. 59. gr. komi: tilskildum; og: nær tilskildum aldri.
     16.      Lokamálsgrein 61. gr. orðist svo:
                  Fyrir umsækjanda um ökuskírteini skv. 4. mgr. sem orðinn er 70 ára er gildistími ökuskírteinis fjögur ár, 71 árs þrjú ár, 72 ára tvö ár og 80 ára eða eldri eitt ár.
     17.      Við 62. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: eða til að stjórna vinnuvél utan vegar, enda sé stjórnandi fullra 17 ára.
                  b.      Orðin „auk þess“ í 2. mgr. falli brott.
     18.      Við 64. gr.
                  a.      2. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „velferðarráðherra“ í 6. mgr. komi: ráðherra sem fer með málefni heilbrigðisþjónustu.
                  c.      Í stað orðanna „12 refsipunkta“ í lok 7. mgr. komi: tiltekins fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota eða verið sviptur ökuréttindum í lengri tíma en 12 mánuði.
     19.      Við 1. mgr. 71. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við rafknúið dráttartæki ætlað til farþegaflutninga má þó tengja allt að þrjá eftirvagna enda sé tækið ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst.
     20.      Á eftir 71. gr. komi ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Akstur rafknúinna dráttartækja til farþegaflutninga.


                  Leyfi lögreglustjóra og veghaldara þarf til aksturs rafknúinna dráttartækja til farþegaflutninga, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 70. gr., á vegum þar sem hámarkshraði er yfir 30 km á klst. eða umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins.
                  Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um akstur rafknúinna dráttartækja til farþegaflutninga, þ.m.t. kröfur til búnaðar og stjórnanda.
     21.      Lokamálsliður 1. mgr. 72. gr. falli brott.
     22.      Við 74. gr.
                  a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Ákvæðið gildir þó ekki um dráttarvélar, aðrar en þær sem hannaðar eru til aksturs yfir 40 km hraða á klst. og eru aðallega notaðar á opinberum vegum og rafknúin dráttartæki, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 70. gr., torfærutæki og vinnuvélar.
                  b.      Á eftir 3. málsl. 5. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að gera samninga við skoðunarstofur um innheimtu vanrækslugjalds og þóknun til þeirra fyrir þann kostnað sem hlýst af slíkri innheimtu.
     23.      Við 79. gr.
                  a.      Orðin „yngra en 15 ára“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „vegfarenda“ í 4. mgr. komi: annarra en gangandi.
     24.      Í stað tilvísunarinnar „5. mgr.“ í fyrri málslið 1. mgr. 81. gr. og í 3. mgr. komi: 4. mgr.
     25.      Við 84. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í b-lið 1. mgr. komi: 2. mgr.
                  b.      Í stað orðanna „fengnu samþykki“ í síðari málslið 3. mgr. komi: fenginni umsögn.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Sérákvæði um notkun vega, hraðamörk, o.fl.
     26.      Á eftir 1. mgr. 90. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Verði ábyrgðaraðili búnaðar ekki við áskorun veghaldara um að fjarlægja búnað skv. 1. mgr. innan hæfilegs frests er veghaldara heimilt að fjarlægja búnaðinn á kostnað ábyrgðaraðila. Valdi búnaður yfirvofandi hættu fyrir umferð getur veghaldari, að fengnu leyfi lögreglu, látið fjarlægja búnað þegar í stað.
     27.      94. gr. falli brott.
     28.      Við 95. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                       Sá skal sæta sektum sem brýtur gegn ákvæðum 4. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr., 6.–14. gr., 17.–35. gr., 39.–41. gr., 42. gr., 2. mgr. 44. gr., 46. gr., 47. gr., 3. og 5. mgr. 52. gr., 54.–57. gr., 67.–72. gr., 76.–78. gr., 2. og 3. mgr. 80. gr., 81. gr., 1. og 2. mgr. 82. gr., 85. gr., 2. mgr. 88. gr., 89. gr., 90. gr. eða ákvæðum reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim ákvæðum.
                  b.      3. og 4. mgr. falli brott.
     29.      1. mgr. 96. gr. orðist svo:
                  Sá skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum sem brýtur gegn ákvæðum 36.–38. gr., 48. gr., 50. gr., 53. gr., 58. gr. eða 61. gr. eða ákvæðum reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Þá skal sæta sömu refsingu brot gegn 49. gr. ef vínandamagn í blóði ökumanns er yfir 0,5‰ eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér er meira en 0,25 milligrömm í lítra lofts.
     30.      Orðin „enda rúmist refsingin innan sektarmarka almennra hegningarlaga“ í 99. gr. falli brott.
     31.      Orðin „við fyrsta brot“ í lok 2. mgr. 102. gr. falli brott.
     32.      Í stað orðanna „sérstöku opinberu máli“ í fyrri málslið 105. gr. komi: sakamáli.
     33.      Í stað orðanna „fjóra eða fleiri“ í 1. mgr. 107. gr. komi: tiltekinn fjölda.
     34.      G-liður 1. mgr. 110. gr. falli brott.
     35.      Í stað orðsins „sveitarstjórnar“ og orðsins „sveitarfélagsins“ í 6. mgr. 112. gr. komi: veghaldara.
     36.      Við 116. gr.
                  a.      Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
                  b.      3. mgr. falli brott.