Ferill 949. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1625  —  949. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir streptókokkum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður hugmyndum sem þáverandi heilbrigðisráðherra viðraði árið 2013 um að hrinda í framkvæmd skimun fyrir streptókokkum hjá barnshafandi konum, í samræmi við tilmæli sóttvarnaráðs með það að markmiði að draga úr veikindum nýbura?
     2.      Hver yrði árlegur kostnaður við slíka skimun?


Skriflegt svar óskast.