Ferill 950. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1626  —  950. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framkvæmdir sem tengjast sameiningaráformum sveitarfélaga.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvaða framkvæmdir í samgönguáætlun og byggðaáætlun tengjast sameiningaráformum sveitarfélaga og tengja betur nýtengd eða væntanlega tengd sveitarfélög?
     2.      Hvaða aðrar framkvæmdir eða áætlanir telur ráðherra að stuðli að betri samtengingu svæða og auðveldi sameiningu sveitarfélaga?


Skriflegt svar óskast.