Ferill 677. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1633  —  677. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
    Eftirfarandi nefndir, starfshópar, faghópar og ráð eru nú starfandi á vegum ráðuneytisins. Heildarlistanum er skipt eftir ráðherrum:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
    Dýralæknaráð.
    Erfðanefnd landbúnaðarins.
    Faghópur vegna verkefnis um mat á gróðurauðlindum.
    Fisksjúkdómanefnd.
    Framkvæmdanefnd búvörusamninga.
    Jafnréttisfulltrúi/jafnréttisnefnd.
    Markanefnd.
    Matsnefnd um lax- og silungsveiði.
    Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar.
    Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara.
    Ráðgjafarnefnd um uppruna og ræktun íslenska hestsins.
    Ráðgjafarnefnd um útflutning hrossa.
    Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga.
    Stjórn Verkefnasjóðs sjávarútvegsins – almenn deild.
    Stjórn Verkefnasjóðs sjávarútvegsins – deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði.
    Ullarmatsnefnd.
    Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
    Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla.
    Úttektarmenn samkvæmt ábúðarlögum.
    Úttektarstjórn um opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla.
    Verðlagsnefnd búvara.
    Yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum.
    Yrkisréttarnefnd.
    AVS – úthlutunarnefnd.
    Horses of Iceland, markaðsverkefni íslenska hestsins – verkefnisstjórn.
    Matarauður Íslands – verkefnisstjórn.
    Samninganefnd vegna endurskoðunar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar.
    Samráðshópur um betri merkingar matvæla.
    Samráðshópur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.
    Samráðshópur um framtíðarskipan regluverks um uppboðsmarkaði sjávarafla.
    Samráðsnefnd um skipulagningu eftirlits með veiðum erlendra skipa.
    Stjórn bleikjukynbótaverkefnis á Hólum.
    Stýrihópur í tengslum við átak gegn sýklalyfjaónæmi.
    Verkefnisstjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.
    Verkefnisstjórn um kortlagningu hafsbotnsins umhverfis Íslands.
    Verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland.
    Samstarfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar.
    Starfshópur til að vinna að reglugerð um heilbrigðisstarfsmenn dýra.
    Starfshópur um endurskoðun á regluverki um neysluvatn.
    Starfshópur um fjareftirlit með fiskiskipum.
    Starfshópur um flatfiskarannsóknir.
    Starfshópur um innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla.
    Starfshópur um viðhald gæða í ferskfiski.
    Úttektarnefnd um opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
    Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
    Áfrýjunarnefnd neytendamála.
    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
    Eftirlitsnefnd fasteignasala.
    Endurskoðendaráð.
    Fagráð atvinnulífsins og neytendastofu á sviði mælifræði.
    Ferðamálaráð.
    Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa.
    Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
    Nefnd um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.
    Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.
    Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga.
    Prófnefnd bifreiðasala.
    Prófnefnd bókara.
    Prófnefnd, sbr. bráðabirgðaákvæði II í lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.
    Prófnefnd til löggildingar endurskoðunarstarfa.
    Prófnefnd vigtarmanna.
    Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs.
    Reikningsskilaráð.
    Stjórnarnefnd tryggingardeildar útflutnings.
    Tækninefnd Vísinda og tækniráðs.
    Úrskurðarnefnd raforkumála.
    Faggildingarráð.
    Hönnunarsjóður.
    Iceland Naturally.
    NATA – vestnorrænt ferðamálasamstarf.
    Starfshópur um gerð innviðaáætlunar fyrir orkuskipti.
    Starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku.
    Starfshópur um raforkumál garðyrkjubænda.
    Stjórn Flugþróunarsjóðs.
    Stýrihópur um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
    Stjórnstöð ferðamála – stjórn.
    Verkefnisstjórn um ferðamálaáætlun 2020–2025.
    Hönnunarstefna 2014–2018, stýrihópur.
    Starfshópur til að leiða viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum í Landsneti hf.
    Starfshópur um að efla sýnileika hugverkaréttinda.
    Starfshópur um endurskoðun laga nr. 41/2015, um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi.
    Starfshópur um gerð orkustefnu.
    Starfshópur um kennitöluflakk í atvinnurekstri.
    Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli.
    Starfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi.
    Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum.
    Starfshópur um útleigu á bílaleigubílum með erlend skráningarnúmer.

    Meðlimir í eftirfarandi hópum, einn eða fleiri, fá greitt fyrir störf sín. Heildarlistanum er skipt eftir ráðherrum:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
    Erfðanefnd landbúnaðarins.
    Matsnefnd um lax- og silungsveiði.
    Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar.
    Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
    Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla.
    Verðlagsnefnd búvara.
    Matarauður Íslands, verkefnisstjórn.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
    Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
    Áfrýjunarnefnd neytendamála.
    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
    Eftirlitsnefnd fasteignasala.
    Endurskoðendaráð.
    Fagráð atvinnulífsins og neytendastofu á sviði mælifræði.
    Ferðamálaráð.
    Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa.
    Prófnefnd bifreiðasala.
    Prófnefnd bókara.
    Prófnefnd til löggildingar endurskoðunarstarfa.
    Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs.
    Tækninefnd Vísinda og tækniráðs.
    Úrskurðarnefnd raforkumála.
    Hönnunarsjóður.
    Iceland Naturally.
    Stjórn Flugþróunarsjóðs.
    Stýrihópur um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
    Verkefnisstjórn um ferðamálaáætlun 2020–2025.
    Starfshópur til að leiða viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum í Landsneti hf.
    Starfshópur um gerð orkustefnu.

     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Kostnaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis af nefndum, starfshópum, faghópum og ráðum á árinu 2018 var samtals 150.740.416 kr. (sjá sundurliðun í eftirfarandi töflum).

Heiti starfandi nefnda, starfshópa, faghópa og ráða 2018
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
    Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla 2017–2019 883.085
    Verðlagsnefnd búvara 2018–2019 1.973.178
    Matarauður Íslands – verkefnisstjórn 2017–2021 1.080.000
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
    Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 2017–2020 5.432.904
    Áfrýjunarnefnd neytendamála 2017–2021 9.125.691
    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 2017–2021 9.698.998
    Ferðamálaráð 2015–2018 1.233.180
    Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa 2017–2019 863.236
    Fagráð atvinnulífsins og Neytendastofu á sviði mælifræði 379.186
    Prófnefnd bifreiðasala 2018–2020 692.410
    Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2019–2021 617.810
    Úrskurðarnefnd raforkumála 2015–2019 227.104
    Hönnunarsjóður – stjórn 2019–2022 2.440.422
    Stjórn Flugþróunarsjóðs 197.326
    Verkefnastjórn varðandi mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland 4.153.350
    Starfshópur um gerð orkustefnu 1.734.069
Samtals 40.731.949

    Nefndir og ráð sem eru í umsjón ráðuneytisins, en lagt er á gjald samkvæmt lögum til að vega upp á móti kostnaði (markaðar tekjur sem renna í ríkissjóð).

Heiti starfandi nefnda, starfshópa, faghópa og ráða 2018
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
    Matsnefnd um lax- og silungsveiði 2015–2019 4.003.909
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
    Eftirlitsnefnd fasteignasala 2016–2019 71.845.115
    Endurskoðendaráð 2017–2021 21.860.397
    Prófnefnd bókara 2015–2019 9.759.063
    Prófnefnd til löggildingar endurskoðunarstarfa 2017–2021 2.539.983
Samtals 110.008.467

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Áfrýjunarnefndir, úrskurðarnefndir, kærunefndir og prófnefndir eru bundnar að lögum. Í tilvikum nefnda eins og eftirlitsnefndar fasteignasala, endurskoðendaráðs og prófnefnda er innheimt félagsgjald eða prófgjald sem ætlað er að standa undir kostnaði, gjaldið rennur í ríkissjóð sem markaðar tekjur.
    Ávallt er reynt að gæta aðhalds og hagkvæmni við skipun nefnda og starfshópa og í rekstri þeirra. Fylgst er með árangri af störfum launaðra nefnda og ráða og reglulega farið yfir hvort þörf sé á breytingum. Leiðarljósið er ávallt að tryggja fagmennsku, árangur og góða nýtingu á fjármunum ríkisins. Kostnaður liggur fyrst og fremst í þóknunum sem greiddar eru til utanaðkomandi sérfræðinga fyrir þátttöku þeirra í nefndar- og/eða hópstarfi enda er það meginregla að ekki sé greitt fyrir setu fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta.