Ferill 818. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1638  —  818. mál.
Leiðréttur texti og töflur.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um fullnustugerðir og skuldaskil einstaklinga.


     1.      Hversu margar fasteignir einstaklinga hafa verið seldar nauðungarsölu hvert undanfarið ár frá aldamótum?
    Flokkurinn „Blandað“ stendur fyrir mál þar sem gerðarþolar eru fleiri en einn og a.m.k. einn þeirra einstaklingur. Ekki hefur verið greint á milli einstaklinga og lögaðila. Um er að ræða fasteignir sem seldar voru lokasölu og þar sem afsal fasteignar hefur verið gefið út. Tölfræðin endurspeglar því ekki fjölda nauðungarsölubeiðna eða fjölda auglýsinga um síðari sölu á nauðungaruppboði sem sýslumenn höfðu til meðferðar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hversu mörg fjárnám voru gerð hjá einstaklingum og hversu mörg þeirra reyndust árangurslaus, hvert undanfarið ár frá aldamótum?
    Í töflunni er að finna upplýsingar um fjölda mála þar sem gerðarþoli var skráður einstaklingur og lyktir mála flokkaðar í Árangurslaust, Fasteign, Hlutafjáreign, Innistæður í bönkum og sparisjóðum, Lausafé, Ökutæki, Skip og skuldabréf, verðbréf og önnur kröfuréttindi. Svarið tekur ekki til fjölda mála sem var lokið með afturköllun, endursendingu, niðurfellingu eða öðrum hætti og því endurspeglar tölfræðin ekki fjölda mála sem sýslumenn höfðu til meðferðar árin 2000–2019.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Bú hversu margra einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta hvert undanfarið ár frá aldamótum?
    Í eftirfarandi töflu er að finna svar við þessum lið fyrirspurnarinnar en leitað var til dómstólasýslunnar um upplýsingar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     4.      Hversu oft hafa einstaklingar leitað nauðasamninga án undanfarandi gjaldþrotaskipta og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur nauðasamningur verið staðfestur, hvert undanfarið ár frá aldamótum?
     5.      Hversu oft hafa einstaklingar leitað nauðasamninga til greiðsluaðlögunar og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur nauðasamningur verið staðfestur, hvert undanfarið ár frá aldamótum?
     6.      Hversu margir nauðasamningar til greiðsluaðlögunar hafa fallið sjálfkrafa úr gildi vegna umsóknar um greiðsluaðlögun einstaklinga hvert ár frá gildistöku laga nr. 101/2010?
    Samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni veitir málaskrá héraðsdómstólanna ekki færi á því að afla svara við 4.–6. tölul. fyrirspurnarinnar.

     7.      Hversu oft hafa einstaklingar leitað tímabundinnar greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur slík greiðsluaðlögun komist á, hvert undanfarið ár frá aldamótum?
    Samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni veitir málaskrá héraðsdómstólanna ekki færi á því að afla svara við þessum tölulið fyrirspurnarinnar. Ráðuneytið bendir á að lög um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna í íbúðarhúsnæði, nr. 50/2009, eiga undir félags- og barnamálaráðherra.


     8.      Hversu oft hafa einstaklingar leitað afmáningar fasteignaveðkrafna umfram markaðsvirði fasteignar við lok tímabundinnar greiðsluaðlögunar slíkra krafna, hversu margar slíkar umsóknir hafa verið samþykktar og hversu mörgum synjað, hvert undanfarið ár frá aldamótum?
    Svör bárust frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og embættum sýslumanna á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Þessum embættum hafa borist samtals 520 beiðnir um afmáningar fasteignaveðkrafna. Af þeim voru 262 samþykktar, 139 voru afturkallaðar, 118 synjað og ein beiðni er óafgreidd.