Ferill 780. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1642  —  780. mál.
Lagfæring.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum (útvíkkun gildissviðs o.fl.).

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Við bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Við 3. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði VII. kafla falla ekki undir gildissvið þessarar málsgreinar.
                  b.      1. efnismgr. orðist svo:
                     Lög þessi taka til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði laganna taka ekki til umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðunar eða rannsóknarnefnda samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011. Um aðgang að upplýsingum hjá þessum stofnunum fer eftir því sem segir í lögum um þær eða reglum settum á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla taka ekki til Alþingis eða stofnana þess.
     2.      Í stað tölunnar „40“ í 13. gr. komi: 30.
     3.      Á eftir 18. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir 34. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
                  Ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE, sem tekin var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 hinn 26. september 2003.
     4.      Við 19. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Við gildistöku laga þessara falla brott lög um upplýsingarétt um umhverfismál, nr. 23/2006, með síðari breytingum.
     5.      Við 20. gr.
                  a.      1. tölul. falli brott.
                  b.      Við bætist sex nýir töluliðir, svohljóðandi:
                13.      Efnalög, nr. 61/2013: Orðin „og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 1. mgr. 52. gr. laganna falla brott.
                14.     Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, nr. 44/2011: Í stað orðanna „6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: upplýsingalögum.
                15.     Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012: Í stað orðanna „lögum um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: upplýsingalögum.
                16.     Lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003: Orðin „og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 2. mgr. 28. gr. laganna falla brott.
                17.     Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016: Í stað orðanna „upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum“ í 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: upplýsingalaga eftir atvikum.
                18.     Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011: Í stað orðanna „upplýsingalaga og laga um upplýsingarétt um umhverfismál“ í 101. gr. laganna kemur: og upplýsingalaga.