Ferill 759. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1647  —  759. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013, með síðari breytingum (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Í stað orðanna „verjast liðdýrum“ í d-lið 2. gr. komi: verjast öðrum liðdýrum.
     2.      C-liður 3. gr. orðist svo: Í stað orðanna „tiltekinna varnarefna“ í 11. tölul. kemur: notendaleyfisskyldra vara.
     3.      J-liður 7. gr. orðist svo: 12. tölul. orðast svo: Ákvæði um kaup og viðtöku eiturefna og notendaleyfisskyldra vara.
     4.      Á eftir orðunum „skilyrðum um“ í lokamálslið 5. efnismgr. 12. gr. komi: að tilnefna skuli ábyrgðaraðila og.
     5.      Á eftir 13. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 2. mgr. 30. gr. laganna orðast svo:
                 Öryggisblöð skulu vera á íslensku eða ensku.
     6.      Í stað orðsins „efnanna“ í 3. málsl. 1. efnismgr. c-liðar 24. gr. komi: varanna.