Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1649  —  765. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, SilG).


     1.      Við 8. gr. bætist nýr liður, a-liður, er orðist svo: Í stað orðanna „1. mgr. 13. gr.“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 13. gr.
     2.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „laganna“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: þessa ákvæðis.
                  b.      Í stað orðanna „lög þessi“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: þetta ákvæði.
     3.      Við 32. gr. bætist nýr stafliður er orðist svo: Í stað orðsins „þeirra“ í 2. mgr. kemur: þess.
     4.      Í stað orðanna „2. málsl. 1. mgr. 29. gr. a“ í 34. gr. komi: 3. málsl. 1. mgr. 29. gr. a.
     5.      Í stað orðanna „116. gr. a og 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum“ í 35. gr. komi: og 116. gr. a laganna.
     6.      Í stað orðanna „1. málsl. 117. gr. c og 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum“ í 36. gr. komi: og 1. málsl. 117. gr. c laganna.
     7.      Á eftir 38. gr. komi ný grein, er orðist svo:
                 Orðin „í samræmi við 2. mgr. 79. gr.“ í lokamálsgrein 78. gr. h laganna falla brott.
     8.      Í stað orðanna „nauðsynlegt er að beita“ í b-lið 49. gr., er verði 50. gr., komi: nauðsynleg er.
     9.      Á eftir 56. gr., er verði 57. gr., komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðanna „Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild skal stofnunin“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: Nýti Seðlabankinn þessa heimild skal hann.
     10.      Orðin „að fenginni staðfestingu ráðherra og“ í 58. gr., er verði 60. gr., og 1. mgr. 61. gr., er verði 63. gr., falli brott.
     11.      Á undan 67. gr., er verði 70. gr., komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í inngangsmálslið 19. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.
     12.      A-liður 85. gr., er verði 88. gr., orðist svo: Í stað orðanna „Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: Að fenginni tillögu.
     13.      Á undan 96. gr., er verði 100. gr., komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í lokamálslið 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.
     14.      Við 96. gr., er verði 100. gr., bætist nýr stafliður, a-liður, er orðist svo: Orðin „Fjármálaeftirlitsins að fenginni umsögn“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     15.      Á eftir orðunum „12. mgr. 35. gr.“ í 113. gr., er verði 117. gr., komi: 5. mgr. 41. gr.
     16.      Á eftir orðunum „6. mgr. 60. gr.“ í 116. gr., er verði 120. gr., komi: 1. málsl. 1. mgr. 78. gr.
     17.      Á eftir 116. gr., er verði 120. gr., komi ný grein er orðist svo:
                  Orðið „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 1. mgr. 78. gr. laganna fellur brott.
     18.      Á undan orðunum „3. mgr. 26. gr.“ í 123. gr., er verði 128. gr., komi: 1. málsl. 1. mgr. 25. gr.
     19.      Á eftir 123. gr., er verði 128. gr., komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í fyrirsögn 26. gr. og fyrirsögn 132. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.
     20.      Við bætist þrír nýir kaflar, XXXI. kafli, Breyting á lögum um lánasýslu ríkisins, nr. 43/1990, með síðari breytingum, XXXII. kafli, Breyting á lögum um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur, nr. 31/2019, og XXXIII. kafli, Breyting á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, með síðari breytingum, hver með einni grein, svohljóðandi:
         a. (133. gr.)
                     Í stað orðanna „semja við Seðlabanka Íslands um að hann annist“ í 6. gr. laganna kemur: fela þar til bærum opinberum aðila, einum eða fleiri, að annast.
         b. (134. gr.)
                     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.
         c. (135. gr.)
                     Í stað orðanna „10. gr. laga nr. 36/2001“ í q-lið 5. gr. laganna kemur: ákvæði laga.
     21.      Við 127. gr., er verði 136. gr., bætist ný málsgrein, er orðist svo:
                  Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 133. gr. þegar gildi.