Ferill 858. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1658  —  858. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um fjölda brottfallinna pilta og stúlkna úr framhaldsskólum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvert var árlegt brottfall pilta úr framhaldsskólum 2000–2018 talið í fjölda einstaklinga og reiknað sem hlutfall af árlegum heildarfjölda pilta í framhaldsskólum?
     2.      Hvert var árlegt brottfall stúlkna úr framhaldsskólum 2000–2018 talið í fjölda einstaklinga og reiknað sem hlutfall af árlegum heildarfjölda stúlkna í framhaldsskólum?


    Mennta- og menningarmálaráðuneytið er nýlega farið að fylgjast með árlegu brotthvarfi úr framhaldsskólum en ekki eru til kynjagreind gögn langt aftur í tímann. Enn sem komið hefur ekki verið reiknað árlegt brotthvarf úr framhaldsskólum fyrir aðra hópa en nýnema, þ.e. þá nemendur sem eru að koma beint úr grunnskólum. Til eru kyngreind gögn fyrir þrjú síðustu skólaár og fyrir nýnemahópinn í heild frá skólaárinu 2010–2011. Báðum töluliðum fyrirspurnarinnar er svarað saman í eftirfarandi töflu.

Árlegt brotthvarf nýnema í framhaldsskólum.

Skólaár Kyn Brotthvarf Stærð nýnemahópsins
2010–2011 6,5% 4.051
2011–2012 7,0% 3.934
2012–2013 7,2% 4.129
2013–2014 7,0% 3.782
2014–2015 7,5% 4.053
2015–2016 6,2% 3.995
     kk. 6,5% 1.955
    kvk. 5,9% 2.040
2016–2017 7,3% 4.083
kk. 8,1% 2.050
    kvk. 6,6% 2.033
2017–2018 6,4% 3.980
kk. 7,6% 2.015
         kvk. 5,2% 1.965